Börkur Sigurbjörnsson er sérfræðingur í upplýsingavísindum og gagnaverkfræði sem hjálpar sprotafyrirtækjum á frumstigi að skapa þekkingu úr upplýsingum og gögnum. Í hjáverkum skrifar hann og gefur út eigin skáldskap.
Börkur er sjálfstætt starfandi sérfræðingur í upplýsingavísindum og byggir á starfsreynslu innan akademískra rannsókarstofnanna, rannsóknardeilda alþjóðlegra stórfyrirtækja og sprotafyrirtækja á Íslandi, Hollandi, Bretlandi, Spáni, Þýskalandi og Frakklandi.
Hans sérgrein felst í a umbreyta hagnýtum rannsóknum yfir í stafrænar vörur fyrir sprotafyrirtæki.
Tæknileg þekking hans nær yfir gervigreind (AI), vélnám (ML), máltækni (NLP) og leitarvélar.
Börkur er iðinn sögumaður og skrifar smásögur og örsögur á vefinn Urban Volcano.
999 Erlendis (2012) er smásagnasafn sem segir sögur Íslendings búsettum á erlendri grundu.
52 augnablik (2017) er örsagnasafn sem er afraksturinn af verkefni þar sem höfundurinn birti myndskreytta örsögu vikulega í heilt ár.
Talaðu við ókunnuga (2019) er smásagnasafn sem segir frá samskiptum við hið ókunna, hvort sem um er að ræða ókunnuga úti á götu, framandi viðhorf eða innhverfar samræður okkar við hinn hulda hluta undirmeðvitundarinnar.
Meðal annars (2014) er örsagnasafn þar sem höfundur tekur á fjölbreytilegum málefnum daglegs lífs og rýnir í þau undir innhverfu sjónarhorni.
Urban Volcano | Amazon | iTunes | Goodreads